laugardagur, apríl 10, 2010

Þegar ég hélt að ég gæti ómögulega sjálfri mér lengur á óvart náði ég áður óþekktum hæðum í athyglisbrest. Such as...

...að eiga ekki bót fyrir boruna á mér en takast samt í ógáti að borga 70.000 krónum of mikið í lífeyrissjóð. Úps, leit bara ekki nógu vel á miðann.

...að hringja í flugfélag til að afpanta flug sem þegar er farið. - Fyrirgefðu fröken, en flugvélin þín fór í gær!

Ég er oft spurð að því hvort ég fái ekki í magann á ferðalögum.

Svarið er nei.

Sannleikur málsins er sá að ég fæ í magann á Íslandi. Er aldrei verri í maganum en einmitt hér á landi.

Ritari minn vinnur hörðum höndum að því að finna út úr því hvernig á þessu stendur. Okkur grunar sambland af íslensku kaffiþambi, of mikilli vatnsdrykkju og ruslfæði Reykjavíkur. Spennandi? Uuuu, nei.



Balata flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum.

fimmtudagur, apríl 08, 2010



Nablus.



Jerúsalem.

mánudagur, apríl 05, 2010

Við fórum af stað með samtals 26 kíló...

... og komum heim með 47.

Ég skildi ekki alveg hvaðan öll aukavigtin kom fyrr en ég sá tehrúgurnar á sófanum hjá mér, alla kryddpokana, vínviðarlaufin, tebollana, öll kílóin af zahtar-blöndunni, teketilinn, allt lesefnið og hrúgurnar af keramikinu...

Það hljómar kannski undarlega en ég get hæglega mælt með Palestínu, Vesturbakkanum það er, sem áfangastað.

Ekki til að ana út í neitt, vitanlega, heldur bara til að fara - og fara varlega, mjög varlega - og sjá og upplifa ísraelska hernámið, skilja betur hvað í ósköpunum er í gangi, tengja fólk af holdi og blóði við heimsfréttirnar, sjá náttúrufegurðina, virða fyrir sér fallegu grænu hæðirnar, drekka besta kaffi í heimi, borða dásamlegan mat, horfa og hlusta.

Það er alltaf gaman að koma á sögulega staði, eins og Betlehem eða ganga um margra alda gamlar götur eins og í Jerúsalem. En skemmtilegast af öllu finnst mér samt alltaf að spjalla við fólk og heyra hvað það hefur að segja. Og það veit Guð að ekki skortir áhugavert fólk að tala við á Vesturbakkanum.

fimmtudagur, apríl 01, 2010

"Thetta var heimili okkar," sagdi fjolskyldan og bandadi hofdi ad husinu a moti okkur. Israelski faninn hekk nidur eftir husveggnum. Rammgirt hlid vid gotuna, ljoskastari beint i augun.

Fjolskyldan var borin ut med valdi seinnipart sumars i fyrra. Israelsk fjolskylda flutti inn sama dag. Sú palestínska hefur sídan thetta var haldid til a gotunni fyrir utan húsid.

"Vid áttum heima tharna. Hvad eru thau ad gera í húsinu okkar?"

Tveggja og hálfs árs gamla stúlkan sat á plaststól og lék sér med dúkku. Solin settist og skyndilega vard iskalt í Jerúsalem.

"Her erum vid atta manudum sidar og thau bua i husinu okkar og vid sitjum undir tré..."

sunnudagur, mars 28, 2010

Ef að Ísraelar einungis kæmu til Hebron (á Vesturbakkanum - svæði Palestínumanna) og sæu geðveikina sem er í gangi þar og ef einungis ráðamenn í Bandaríkjunum gerðu það sama, og ef við sendum þangað líka ráðamenn í Evrópu og kannski svo sem helminginn af bandarísku fjölmiðlafólki - þá held ég að ástandið í Hebron fengi ekki viðgangast.

Eitt er að líta undan (Evrópa). Annað er að styðja ísraelsk stjórnvöld með gríðarlegum fjárútlátum (Bandaríkin) - og borga þannig beinlínis undir hernámið.

Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að byrja að lýsa Hebron.

Ég gæti byrjað á að segja að þetta sé mörg þúsund ára gömul borg og ein aðalborgin á Vesturbakkanum - sum sé palestínsk borg. Síðan bætt við að fyrir tíu árum ákvað Ísraelsstjórn að koma ólöglegum landtökubyggðum fyrir inni í Hebron. Annars staðar á Vesturbakkanum eru byggðirnar oftast á milli palestínskra þorpa eða í kringum borgirnar. Í Hebron eru landtökubyggðirnar hins vegar mitt inn í gömlu borginni.

En svona lýsing nær engan veginn utan um það sem hér er í gangi. Það þarf að gera fólki ljóst að til að mæta með handfylli af landtökumönnum þarf gríðarlegt magn ísraelskra hermanna. Það þarf að henda fólki út úr húsum sínum og síðan þarf að gera líf hinna sem eftir eru óbærilegt svo þeir flytji kannski "sjálfviljugir". Og það er til dæmis hægt að gera með því að loka götum og setja á útgöngubann og banna verslunareigendum að hafa opið og láta verslanir þeirra þannig fara á hausinn. Banna Palestínumönnum að nota ákveðnar götur, jafnvel að fara út heiman frá sér.

Allt auðvitað með því að miða byssu að höfði þeirra sem skipað er fyrir og setja þá sem opna munninn beint í varðhald.

Ísraelski herinn er einn sá öflugasti í heimi og slíkur her getur gert allt það sem hann vill. Líka breytt líflegri, þúsunda ára gamalli borg í draugaborg.

Verslanir í gömlu borginni eru lokaðar, lokaðir hlerar hlið við hlið á markaðinum. Þeir fáu sölumenn sem eftir eru fá reglulega rusl í höfuðið frá landtökumönnunum í húsunum fyrir ofan. Ruslið er ekki það versta - orðbragðið og ofbeldið miklu verra. Landtökumennirnir eru ekki margir, ekki nema nokkur hundruð í allri gömlu borginni. Þeim fylgja á hinn bóginn nokkur þúsund hermenn.

Markmiðið virðist einungis vera að eyðileggja og ögra. Rífa hjartað úr frægri, gamalli borg. Það er ekki eins og búið sé að flytja inn í öll húsin sem standa tóm.

Og samt nær þetta engan veginn utan um það sem hér er í gangi. Það þarf líka að nefna ísraelsku fánana sem blakta út um allt. Háværu ísraelsku tónlistina sem spiluð er til að ögra. Kornungu ísraelskru hermennina sem virðast frekar eiga heima í efstum bekkjum grunnskóla en nokkuð annað.

Það þarf sömuleiðis að nefna dauðhræddu skólabörnin sem mæta vopnuðum hermönnum á hverjum degi og fara í gegnum öryggishlið og líkamsleit á leið í skólann - af því að skólinn er við götu sem ákveðið var að Palestínumenn mættu ekki nota.

laugardagur, mars 27, 2010

Bjart er yfir Betlehem? Uuuu, nei.

Dimmt yfir Betlehem i dag, thungskyjad, vatnsflaumur i palestinsku flottamannabudunum vid baejarmorkin, israelskar landtokubyggdir a haedunum fyrir ofan, borgin kyrfilega murud inn i bodi Israelsstjornar. Atta metra hair steinveggir allt i kring.

Sussi myndi snua ser vid i grofinni ef hann saei hvad buid er ad gera vid faedingarbae hans. Vaeri hann ekki upprisinn thad er...

Obbobobb, her er madur kominn til Betlehem til ad sja pleisid thar sem Sussi faeddist - fjarhusapaelingin thid munid.

Uuu... nema hvad, Sussi litli faeddist alls ekkert i fjarhusi med thaki heldur i helli.

Hversu margar myndir var eg ekki (latin teikna) i skolanum af Jesus i jotunni i fjarhusinu?

Kona spyr sig.

Okei, thad voru kindur tharna i hellinum - thetta var fjarhellir - en mer-er-alveg-sama!

Strong ritskodun a teikningum barnaesku minnar mun fara fram vid heimkomu.

föstudagur, mars 26, 2010

Haninn galaði og þá galaði hinn og þá göluðu þeir allir og svo vöknuðu geiturnar og fyrr en varði vorum við öll vöknuð og farin að drekka kardimommukaffi og borða heimagert brauð, allir saman við borðstofuborðið, bræður og systur, amma gamla og öll börnin. Og svo var borið fram te og þá var kominn tími til að fara út og kíkja á ólívutréin og fíkjutréin...

Grein á Smugunni - Hraðbraut og sundlaugar í Palestínu.

fimmtudagur, mars 25, 2010

Það er kvöld, það er kyrrt og ég sit í köflóttum sófa í hlýlegri stofu. Við hliðina á mér er gömul palestínsk kona í grænum, mjúkum kufli. Dóttir hennar á stól á gólfinu. Kamína fyrir miðri stofu. Mynd af árabát og litlu húsi í tréramma á veggnum. Í skálum á litlum borðum eru hnetur og möndlur, dóttirin nýbúin að bera fram ferska ávexti, þar á undan te með ferskri myntu úr garðinum, hér er alltaf verið að servera eitthvað.

Í sófanum beint á móti mér spjalla tvær bræður glaðlega hver við annan. Annar er bráðum að fara að gifta sig og flytja á hæðina fyrir ofan. Þriðji bróðirinn gjóar augunum á sjónvarpið. Sá fjórði og sá fimmti eru farnir í háttinn, börnin sömuleiðis. Þau búa öll í íbúðum hér á lóðinni.

Þetta er fjölskylduheimilið og fjölskyldan heldur þétt saman, frænkur og frændur búa í enn öðru húsi hér við hliðina.

Það er hlýlegt í stofunni, ótrúlega hlýlegt. Loftið er reyndar frekar kalt þar sem þorpið er rétt við Nablus og Nablus er uppi í fjöllunum, en stemmningin er hins vegar einstaklega hlý. Krakkarnir eru búnir að vera í fanginu á fullorðna fólkinu í allt kvöld, barnahópurinn að sýsla saman, bræður og systur heilsa hvert öðru vinalega, jafnvel þótt þau sjáist oft á hverjum degi.

Út um stóran glugga með fallegu skrauti sé ég ljósin í Nablus og í gegnum kvöldmyrkrið sést líka í sítrónutréið í garðinum og appelsínutréið og einhvers staðar þarna úti eru líka fallegu blómakerin og vínviðurinn sem rammar veröndina inn. Á sumrin þarf fjölskyldan ekki nema rétt að teygja höndina upp til að að næla sér í vínber. Og ólívur? Nóg af þeim.

Í dag heyrði ég fuglasöng inn um gluggann, annars var kyrrð í þorpinu, og svo barst bænasöngurinn upp til okkar. Núna heyri ég bara í sjónvarpinu og í lágværum röddum fólksins og gæði mér sjálf á dásamlegum hnetum og stundin er fullkomin - nema að það er eitt sem er að angra mig. Og raunar er alltof vægt til orða tekið að það sé einungis að angra mig. Beint út um gluggann, þann sem snýr út að vínviðnum, sé ég ljós upp á hæðinni. Skært ljós sem sker í augun.

Þetta eru ljósin í kringum landtökubyggðina sem gnæfir yfir húsin fyrir neðan.

- Nabil, af hverju eru ljós í kringum hana?
"Svo að hryðjuverkamenn eins og ég og þú geti ekki komið aftan að íbúunum. Nei, í alvöru."

- Eru hermenn þarna uppi?
"Ha? Auðvitað. Fullt af þeim. Ísraelsstjórn hvetur fólk til að flytja í þessar byggðir og sendir hermenn með þeim. Og þeir fylgjast vandlega með því hvað við fyrir neðan gerum. Ekki storka þeim."

- Hvaða ljós eru þetta þarna á hæðinni í fjarska?
"Hugsaðu málið... Þetta er hæð. Og hverjir eru uppi á hæðunum? Auðvitað er þetta önnur landtökubyggð."

Og nú sit ég bara og velti fyrir mér hvað það sé nákvæmlega sem ísraelsku hermennirnir sjái þegar þeir virða fyrir sér hús 26 manna palestínsku fjölskyldunnar sem ég gisti hjá.

Gamla konan við hliðina á mér hefur búið í marga áratugi við hliðina á sítrónutrjánum sínum en núna eru allt í einu komin voldug ljós upp á hæðina sem hún hefur horft á síðan hún var ung. Ljós sem skera í augun á annars fallegu kvöldi í mars. Ljós sem trufla, því tilvist þeirra ein og sér er truflandi - hvað eru þau að gera þarna?

miðvikudagur, mars 24, 2010

- Hvernig er ástandið á Íslandi? spurði hjálparstarfsmaðurinn þar sem við sátum rétt við átta metra háa múrinn sem Ísrael reisti allt í kringum palestínska bæinn Qalqilya. Bærinn er innmúraður, múr allt í kring og einungis ein leið inn í byggðina. Stór hluti vatnsforða bæjarins lenti hinum meginn við múrinn, inni í Ísrael. Mikið af landi bæjarbúa sömuleiðis. Við skóla rétt undir veggnum gnæfir ísraelsk varðstöð og ofan á múrnum er gaddavír. Rafmagnsgirðing.

- Hvernig er ástandið á Íslandi? svaraði ég.
- Ætli það fari ekki eftir því við hvað maður miðar...

þriðjudagur, mars 23, 2010

Það er eitthvað alveg einstaklega undarlegt við að aka um og sjá rauðu þökin á ísraelsku landtökubyggðunum inni á svæðum Palestínumanna. Sjá þær gnæfa yfir palestínsku byggðirnar því landtökubyggðirnar eru oftar en ekki reistar efst á hæðunum og eru þannig ofar öllu. Gnæfa yfir græna dali og ólívutré og þessa ótrúlegu náttúrufegurð sem blasir við inn á milli múra og varðstöðva.

Sá sem horfir á byggðirnar efst á hæðunum er áþreifanlega minntur á hver það er sem ræður hér, hver er ofar hinum - í bókstaflegri merkingu.

Í húsunum með rauðu þökunum er nægt vatn fyrir þvottavélar og sundlaugar en í húsunum sem ekki eru með rauð þök skortir víða vatn. Á milli byggðanna með rauðu þökin liggja síðan vegir sem sumir eru þess eðlis að einungis íbúar í þeim húsum mega aka þá. Ekki hinir.

- Ég er eiginlega hætt að fara til tengdafjölskyldu minnar í Nablus því ég á svo erfitt með að horfa á ísraelsku landtökubyggðirnar sem blasa við á leiðinni, sagði palestínska konan í Ramallah og kveikti sér í annarri sígaréttu. - Ég get bara ekki dílað við þetta. Hvað er eiginlega í gangi? Af hverju fá þeir að gera þetta? Af hverju er þetta ekki stoppað?

Svo brann sígarettan út og konan hugsaði málið og sagði síðan að þrátt fyrir allt tryði hún enn að einn daginn yrði sjálfstætt ríki Palestínu stofnað og endir bundinn á landtökubyggðirnar.

Í dag innbyrti ég eftirfarandi í heimsókn til yndislegra hjón í Arijah/Jeríkó og held þar með að ég hafi jafnvel slegið met í fjölda rétta/drykkja per klukkustundir:

1. Kókglas. Borið fram á fallegum bakka í glasi á háum fæti.
2. Sólblómafræ. Borin fram í fallegum litlum skálum á bakkanum góða.
3. Kaffi með mjólk og heimagerð kaka með. Bakkinn strikes again! Þau kunna ´etta.
4. Hlaðborð með heitum mat: Dásamlegur hrísgrjónaréttur. Kjúklingur. Salat. Meira salat. Borða meira, borða meira, borðiði stúlkur! Meeeeira!
5. Te í stórum glösum. Á bakka...
6. Arabískt kaffi með kardimommubragði, borið fram á bakkanum góða.
7. Sódavatn í flöskum til að taka með heim...

Guðdómlegir gestgjafar!

Við rúlluðum aftur til baka upp í hæðirnar í kringum Ramallah.

Á aðaltorginu rétt við hótelið okkar í Ramallah er að finna stórt, grænt skilti með kunnuglegu lógói.

Nema að á þessu stendur "Stars and Bucks cafe"...

mánudagur, mars 22, 2010

Fyrir nokkrum árum ákvað Ísrael að reisa múr á milli Ísrael og Palestínu, eða sum sé Ísrael og herteknu svæðanna. Palestínsku svæðin hafa verið hertekin síðan 1967.

Sums staðar er þetta múr, sums staðar rammgerð girðing. Því hefur ítrekað verið lýst yfir að það að reisa herlegheitin sé ólöglegt en samt heldur bygging þeirra áfram.

Aldrei aftur?

Það er rétt að halda því til haga að klabbið er meira en fjórum sinnum lengra en Berlínarmúrinn.



Það er líka rétt að halda því til haga að inni á svæðum Palestínumanna er búið að byggja vegi sem Ísraelar - og eingöngu Ísraelar - mega aka.



sunnudagur, mars 21, 2010

Og jú, jú, eldgosið á Íslandi meikaði það í fréttirnar í Ísrael...

Orðskýringar...

... Tel Aviv er í Ísrael. Ísrael var stofnað árið 1948. Upphaflega planið var að stofna tvö ríki. Ríkið fyrir Palestínumenn var aldrei stofnað.

... Vesturbakkinn og Gaza eiga í dag að heita palestínsk sjálfsstjórnarsvæði. Vesturbakkinn og Gaza er það sem margir kalla í dag "Palestínu" - fyrir stofnun Ísraelsríkis var allt svæðið kallað Palestína. Á milli Vesturbakkans og Gaza er Ísrael - svæðin tvö liggja með öðrum orðum ekki saman...

Rétt hjá Tel Aviv - stórborg í Ísrael með háhýsum og verslunarmiðstöðvum og hvítri strönd - er allt annar veruleiki.

Andstæðurnar eru ef til vill ekki það sem kemur mest á óvart heldur nálægðin. Tveir heimar, sem samt eru í sama heimi - hlið við hlið en samt engan veginn í sama veruleika.

Sá sem ekur í hálftíma austur frá Tel Aviv kemur yfir á Vesturbakkann - svæði Palestínumanna. Og sá sem stendur í þorpi vestast á Vesturbakkanum og virðir fyrir sér ólívutré og grænar hæðir, sér háhýsin í Tel Aviv greinilega við sjónarrönd. Hann getur bara ekki farið þangað. Tel Aviv búinn getur hins vegar auðveldlega komið hingað.

Og hvað sér þá sú sem daginn áður sólaði sig á strönd í Tel Aviv en ók síðan hálftíma í vesturátt?

Varðstöðvar og girðingar og sundurskorið land og fólk sem meinað er að heimsækja ættingja sína í næsta þorpi - fólk sem óvart lenti hinum meginn við múrinn fræga sem Ísrael tók upp á að reisa til að vernda sig frá Palestínumönnum. Nema að múrinn var ekki reistur á "grænu línunni" svokölluðu - vopnahléslínunni frá því stuttu eftir að Ísraelsríki var stofnað - heldur inni á sjálfu landi Palestínumanna á Vesturbakkanum.

Með því nær Ísrael ekki einungis meira landi yfir til sín, heldur sker markvisst í sundur svæði Palestínumanna. Ísraelskir landtökumenn hafa síðan flutt skipulega inn á Vesturbakkann í sérstakar byggðir þar sem eingöngu Ísraelar mega koma. Land Palestínumanna er smátt og smátt að verða ekkert annað en litlir hringir í landslagi sem Ísrael stjórnar.

Á milli ísraelsku landtökubyggðanna liggja vegir sem eingöngu Ísraelar mega aka. Engir Palestínumenn eru leyfðir. Einungis Ísraelar og útlendingar.

Fólk getur kallað þetta það sem það vill.

"Aðskilnaðarstefna," er orðið sem ísraelska langamman notaði þegar hún ók okkur um á milli ísraelskra vega og víggirtra varðstöðva. 82 ára og í fullu fjöri, algjörlega mögnuð kona. "Þetta er aðskilnaðarstefna og ekkert annað."

"Fólk hefur ekki hugmynd um hvað er í gangi hérna. Og Ísraelar allra síst. Samt búa þeir rétt hjá!"

Síðdegissólin stráði geislum sínum yfir háhýsin og pálmatréin í Tel Aviv þegar við komum til baka.

laugardagur, mars 20, 2010

Ég ákvað að passa á lowest of the low of McDonalds.
Þann sem er 300 metra undir sjávarmáli, það er.
Við Dauðahafið.

Furðuleg staðsetning.

- Það er einhvern veginn of low að fá sér makka þarna, sagði lífskúnstnerinn og ákvað frekar að notfæra sér þráðlausa internetið.

Fallegt haf þetta Dauðahaf. Ekki reyndar mjög líflegt, frekar svona dautt, en prýðilegt engu að síður.

fimmtudagur, mars 18, 2010

Ég veit ekki hvort var skrýtnara grafalvarlegu, syngjandi ferðamennirnir sem gengu með stóran kross í höndunum upp Via Dolorese þar sem Jesús er sagður hafa gengid med krossinn - eða þráðlausa internetid við hliðina á staðnum þar sem Sússi var tekinn af lífi.

Eða að átta sig á því hvað Al Asqa moskan og klettamoskan (múslimar), grátmúrinn (gyðingar) og Golgata (þar sem Jesús var krossfestur) eru nálægt hvert öðru...

Bonuspokinn með hardfiskinum, kulusukkinu, flatkokunum og hangikjotinu var ordinn ansi vel lyktandi thegar taskan skiladi ser loks a Pinsker Street 17 í Tel Aviv. Hardfisklyktandi.

O Gud vors land, sungum vid og letum gestgjafann Adi fa pokann.

O Gud! sagdi hun.